Bílalausn kynnt eftir páska

Félagsmálaráðuneytið er langt komið með samkomulag við fjármögnunarfyrirtækin vegna bílalána, en unnið er að skattalegri meðferð málsins í fjármálaráðuneytinu sem ætti að skýrast fljótlega.

Samkvæmt heimildum blaðsins er stefnt að því að kynna lausn á bílalánavandanum fljótlega eftir páska.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gengur hugmyndin út á að bílalán verði færð niður að höfuðstól með 15% álagi sem þýðir að þeir sem tóku gengistryggð bílalán verða ekki í verri stöðu en hefðu þeir tekið verðtryggð lán á sínum tíma.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert