Fischer grafinn upp?

Bobby Fischer lést í ársbyrjun 2008.
Bobby Fischer lést í ársbyrjun 2008. mbl.is/Sverrir

Svo gæti farið að krafa verði lögð fram í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan apríl um að líkamsleifar skákmeistarans Bobbys Fischer verði grafnar upp til að skera úr um faðerni stúlku frá Filipseyjum, Jinky Young, sem segir Fischer vera föður sinn.

Þórður Bogason lögmaður staðfesti þetta í samtali við mbl.is en hann starfar með lögmanni stúlkunnar, Sammy Estimo. Frá þessu máli er greint á fréttavefnum Manilla Bulletin á Filipseyjum.

Lífsýni úr stórmeistaranum munu ekki hafa verið tekin á Landspítalanum og er vilji til þess hjá umbjóðanda Estimo og Þórðar að fá úr faðernismálinu skorið. Þórður ítrekar þó að ekki sé búið að leggja þessa kröfu fram og alls endis óvíst að til þess komi í þinghaldinu.

Bobby Fischer lést í janúar árið 2008 og hvílir í Laugardælakirkjugarði skammt frá Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert