Af frumvarpi Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um að Alþingi ákveði að fara skuli í framkvæmdir við neðrihluta Þjórsár má sjá að henni virðist eðlilegt að þingmeirihluti, sem hún ætlar þá væntanlega að leiða, geti valtað yfir sveitarfélög og íbúa þeirra, Skipulagsstofnun, umhverfisráðherra og stjórn Landsvirkjunar. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá frumvarpi Ólafar sem hún hugðist leggja fram á Alþingi síðdegis í gær. Í samtali við blaðamann sagði Ólöf að öll rök væru fyrir því að neðrihluti Þjórsár yrði virkjaður. Alþingi gæti ákveðið að setja lög um að fara í virkjanirnar.
„Ýmislegt er furðulegt við þetta,“ segir Svandís. „Fyrir það fyrsta; hvaða sýn þetta endurspeglar hjá Ólöfu Nordal og þá væntanlega sjálfstæðismönnum. Hvernig þeir myndu fara fram ef þeir væru við völd. Þá myndu þeir væntanlega ákveða virkjanakosti á flokksskrifstofunum og fara fram með það í lagasetningu.“
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.