Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og virtust margir grípa tækifærið til að skemmta sér í tilefni þess að frídagur er í dag. Skemmtunin fór þó úr böndunum hjá sumum, því 10 menn voru vistaðir í fangageymslum lögreglu. Þar af voru 4 kærðir fyrir ölvun og óspektir en hinir 7 voru einfaldlega ósjálfbjarga vegna ölvunar að sögn lögreglu.
Mikið var af útköllum vegna hávaða í heimahúsum þar sem lögregla þurfti að skakka leikinn. Þá voru 4 handteknir vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs í borginni.