Stangveiðin hafin en fáir við veiðar

Kaldir en hressir veiðimenn við Elliðavatn í morgun.
Kaldir en hressir veiðimenn við Elliðavatn í morgun. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Stangveiðitímabilið hófst í morgun en fáir voru við veiðar, enda ís yfir flestum þeim vötnum sem opnuðu. Í Elliðavatni hófst veiði nú í fyrsta skipti í 1.apríl í stað 1.maí. Vatnið er hinsvegar ísi lagt utan állinn milli Helluvatns og Elliðavatns.

Nokkrir veiðimenn reyndu að kasta flugu í morgun, þrátt fyrir fjögurra stiga frost, en þegar fraus strax í lykkjum gáfust þeir fljótlega upp. Blaðamaður hitti þó þrjá vonglaða veiðimenn sem sátu í skjóli við brúna milli vatnanna, við ísskörina, og beittu makríl. Þótt þeir hefðu setið við í tvo tíma, með augun á flotholtum, höfðu þeir þó ekki orðið varir.

Austan úr Skaftafellssýslum fréttist einnig af ís á ám og vötnum. Í Geirlandsá var sögð ein vök fyrir neðan veiðihúsið en veiðimenn sem eiga leyfi þar í dag töldu veiðivon það litla að þeir kusu að sitja heima. Líklega hafa fleiri fylgt fordæmi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert