Veggjöld á allar stofnæðar frá höfuðborgarsvæðinu

Veggjaldið verður tekið af vegfarendum á leið til og frá …
Veggjaldið verður tekið af vegfarendum á leið til og frá höfuðborginni. mbl.is/Júlíus

Útlit er fyrir að rukkuð verði veggjöld af vegfarendum á öllum stofnæðunum þremur frá höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna stórtæk verkefni í vegagerð.

Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir, þ.e. breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og einnig að ljúka framkvæmdum við stækkun Reykjanesbrautar, auk Vaðlaheiðarganga. Til að svo megi verða er gert ráð fyrir að taka upp veggjöldin.

Ríkisstjórnin fjallaði um málið sl. þriðjudag en enn er andstaða á meðal Vinstri grænna við einkaframkvæmd með vegtollum. Hins vegar er samkomulag sagt í sjónmáli og taldar góðar líkur á að búið verði að greiða götuna fljótlega eftir páska.

Sjá nánar um áform um veggjöld í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert