Vel gekk að rýma gossvæðið í nótt

Nýja gosprungan sem opnaðist um klukkan 19:00 í gærkvöldi.
Nýja gosprungan sem opnaðist um klukkan 19:00 í gærkvöldi. Kristinn Garðarsson

Vel gekk að rýma svæðin í kringum gosið á Fimmvörðuháls í gærkvöldi og í nótt og koma á lokunum að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli eftir að ný gossprunga opnaðist skyndilega um 200 metrum norðan af hinni fyrri.

Örfáir menn urðu eftir inni í Básum og nokkrir einnig í skála í Húsadal en að sögn lögreglu fóru flestir burt og enginn umferð er heimil upp að gosinu.

Bæði Fimmvörðuháls og Þórsmörkin eru lokuð en enn er þó mögulegt að fara fram í Fljótsdalinn og upp Þórólfsfelli til að fylgjast með gosinu.

Verið er að fljúga með jarðfræðinga og vísindamenn yfir gosstöðvarnar til að kanna þróun mála eftir nóttina og gert er ráð fyrir fundi hjá Almannavörnum í hádeginu þar sem næstu skref verða ákveðin.

Myndin var tekin rétt um það bil sem nýja sprungan …
Myndin var tekin rétt um það bil sem nýja sprungan opnaðist laust fyrir klukkan 19 í gær. Jarðvísindamenn, sem voru við rannsóknir á gosstöðvunum, sjást á myndinni. mbl.is/Birkir Pálsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert