Hústökufólk á Vesturgötu

Hústökufólk á Vatnsstíg
Hústökufólk á Vatnsstíg Morgunblaðið/Júlíus

Húsnæði við Vesturgötu hefur verið tekið yfir, að því segir í tilkynningu frá hústökufólki. Lögreglu höfuðborgarsvæðisins er ekki kunnugt um málið en hyggst kanna það.

Í tilkynningu frá hústökufólki segir að á meðan fólk berst við kerfið og bankana til þess að halda þaki yfir höfði sér og fjölskyldu sinnar séu auð hús sem grotni niður. Það sé móðgun við samfélagið.

„Við hvetjum fólk til þess að taka yfir hús sem auð standa, hvort sem er til búsetu eða undir opna félagsstarfsemi. Við hvetjum fólk líka til þess neita að flytja úr húsum sínum þegar bankar og yfirvöld koma að bera það út af heimilum sínum. Auð hús og heimilislaust fólk er eitthvað sem ekki á að líðast í heilbrigðu samfélagi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert