Heldur hráslagalegt var í Esjuhlíðum í dag þegar þar fór fram útimessa. Engu að síður kom þar saman hópur fólks og hlýddi á messuna. Prestur var séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum.
Þetta er í fyrst skipti sem efnt er til útimessu við Esju. Fjöldi manns gengur á fjallið um hverja helgi. Ekki voru margir í hlíðum fjallsins í dag, en fjallið á núna í harðri samkeppni við Fimmvörðuháls. Þúsundir manna hafa gengið að gosstöðvunum á hverjum degi að undanförnu.