Metfjöldi í Hlíðarfjalli

Bílastæðin við Skíðastaði urðu snemma troðfull þannig að fólk var …
Bílastæðin við Skíðastaði urðu snemma troðfull þannig að fólk var látið leggja bílum á Rangárvöllum skammt ofan bæjarins; þaðan voru rútuferðir upp í fjall og aftur til baka. Skapti Hallgrímsson

Talið er að á milli fimm og sex þúsund manns hafi skíðað niður Hliðarfjall við Akureyri í dag. Um er að ræða metfjölda fólks.  Allt gekk að óskum, að sögn forstöðumanns og reiknað er með svipuðum fjölda á morgun og páskadag.

Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir aðsóknina hafa verið framar vonum, þó svo búist hafi verið við fjölda. Um 3.400 manns hafi keypt sig í lyfturnar en ríflega tveimur þúsundum fleiri verið á svæðinu. Veðrið lék við skíðafólk þannig að smávegis bið eftir lyftu kom ekki að sök.

Meðal annars kom Helena Eyjólfs og söng fyrir skíðafólk en hún söng um árabil með hljómsveit Ingimars Eydals á Akureyri.

Ekki er reiknað með sama fjölda á morgun, að sögn Guðmundar. Laugardagurinn sé oftast hvíldardagur og svo fjölmenni fólk aftur á páskadag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert