Mjög vont veður á Fimmvörðuhálsi

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi Árni Sæberg

Mjög vont veður er núna á Fimmvörðuháls, snjókoma og hvassviðri. Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna segir að það gangi á með dimmum éljum. Hann veit ekki til þess að fólk hafi lent í vandræðum.

Veðurstofan hafði spáð því að veður færi versnandi eftir því sem liði á daginn, en þokkalegt veður var á Fimmvörðuhálsi í morgun. Færra fólk lagði á hálsinn í dag en í gær, en mjög margt fólk er þarna engu að síður á ferð.

Vaktaskipti voru hjá björgunarsveitarmönnum um miðjan dag. Eitthvað af fólki fékk far niður af hálsinum með björgunarsveitarbílum. Víðir taldi víst að fólk hafi snúið við vegna veðurs, en margir gengu upp að gosstöðvunum í dag.

Ekkert flugveður er á svæðinu. Ekki er því talið að hægt sé að notast við þyrlur ef bjarga þarf fólki af svæðinu eins og gert var í gær.

Hægt er að fylgjast með eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í gegnum vefmyndavél. Um miðjan dag í dag gerði talsverða snjókomu og hætti þá að sjást til gossins.

Vefmyndavél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert