Píslarganga við Mývatn

Gangan hófst við kirkjuna í Reykjahlíð.
Gangan hófst við kirkjuna í Reykjahlíð. mbl.is Birkir Fanndal

 
Píslarganga hófst við kirkjuna í Reykjahlíð í Mývatnssveit snemma í morgun. Veðrið er einkar fagurt bjartviðri með 13° frosti og sér ekki á dökkan díl.

Fyrir gönguna var andakt í kirkjunni, en hana önnuðust prestarnir séra Örnólfur Ólafsson á Skútustöðum og séra Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað.


Rúmlega hundrað manns hófu gönguna rangsælis umhverfis vatnið. Þetta mun vera 15. árið í röð sem gengin er píslarganga við Mývatn vegalengdin er um 36 km.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert