Píslarganga við Mývatn

Gangan hófst við kirkjuna í Reykjahlíð.
Gangan hófst við kirkjuna í Reykjahlíð. mbl.is Birkir Fanndal

 
Píslar­ganga hófst við kirkj­una í Reykja­hlíð í Mý­vatns­sveit snemma í morg­un. Veðrið er einkar fag­urt bjartviðri með 13° frosti og sér ekki á dökk­an díl.

Fyr­ir göng­una var andakt í kirkj­unni, en hana önnuðust prest­arn­ir séra Örn­ólf­ur Ólafs­son á Skútu­stöðum og séra Þorgrím­ur Daní­els­son á Grenjaðarstað.


Rúm­lega hundrað manns hófu göng­una rang­sæl­is um­hverf­is vatnið. Þetta mun vera 15. árið í röð sem geng­in er píslar­ganga við Mý­vatn vega­lengd­in er um 36 km.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert