Smala fólki af gossvæðinu

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi dregur að sér marga ferðamenn.
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi dregur að sér marga ferðamenn. Árni Sæberg

Búið er að loka gossvæðinu á Fimm­vörðuhálsi. Björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa í kvöld verið að smala fólki niður af háls­in­um, en þar er  „vit­laust veður“ að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli. Margt fólk er enn á svæðinu en þar hafa orðið þrjú slys í kvöld.

Mjög hvasst er á Fimm­vörðuhálsi, skafrenn­ing­ur og ofan­koma. Skyggni er mjög lítið og eiga bíl­ar björg­un­ar­sveit­ar­manna í erfiðleik­um með að kom­ast niður vegna blind­hríðar.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli hef­ur fólk und­an­far­in daga verið að leggja á Fimm­vörðuháls í ljósa­skipt­un­um. Síðustu gest­irn­ir hafa ekki farið af svæðinu fyrr en tvö til þrjú um nótt­ina. Eitt­hvað hef­ur verið um þetta í kvöld þrátt fyr­ir versn­andi veður.

Ekki er vitað um að neinn hafi lent í stór­um vand­ræðum vegna veðurs. „Við erum að smala fólki sam­an,“ sagði lög­reglumaður á Hvols­velli í sam­tali við mbl.is í kvöld. Marg­ir björg­un­ar­sveit­ar­menn eru á staðnum, en mikið er að gera hjá þeim.

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra sagði í til­kynn­ingu um kl. 21.40 að slæmt veður sé nú á Mýr­dals­jökli og færð far­in að þyngj­ast.

„Ákveðið hef­ur verið að loka fyr­ir akst­ur um jök­ul­inn og beina þeim öku­tækj­um sem eru við gosstöðvarn­ar niður að Skóg­um.
Einnig eru björg­un­ar­sveit­ar­menn og lög­regla að aðstoða göngu­menn á Fimm­vörðuhálsi til byggða.
 
Þrjú slys hafa orðið á svæðinu í kvöld. Tveir ein­stak­ling­ar hlutu meiðsli á öxl og var ann­ar flutt­ur á Hvolsvöll með þyrlu Norður­flugs en hinn með björg­un­ar­sveit­ar­bíl úr Þórs­mörk  einnig á Hvolsvöll.
Nú á tí­unda tím­an­um var þyrla Land­helg­is­gæsl­un­ar kölluð út til að sækja ökla­brot­in mann í Strákagili sem er á göngu­leiðinni á Mor­ins­heiði. Björg­un­ar­sveit­ar­menn og lækn­ir eru á vett­vangi og er líðan manns­ins góð eft­ir at­vik­um.“

Þyrl­an var vænt­an­leg á slysstað kl 22.00, að því er sagði í til­kynn­ing­unni.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert