„Þetta eru hryðjuverkamenn“

Kristján Loftsson í Hvalfirði
Kristján Loftsson í Hvalfirði RAX

Farið var með um 140 tonn af langreyðakjöti í land í Rotter­dam eft­ir að hóp­ur hol­lenskra grænfriðunga hlekkjaði sig við land­fest­ar flutn­inga­skips í höfn­inni. Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals, er hafn­ar­yf­ir­völd­um reiður fyr­ir lé­lega ör­ygg­is­gæslu. Hann seg­ir kjötið flutt aft­ur til Íslands verði töf í Hollandi.

Grænfriðung­ar greindu frá því á vefsvæði sínu að hóp­ur þeirra hefði verið hand­tek­inn eft­ir aðgerðir í Rotter­dam. Einnig full­yrtu þeir að um borð í flutn­inga­skip­inu hefðu verið sjö gám­ar af langreyðakjöti á leið til Jap­an.

Kristján staðfest­ir að þetta sé rétt. Hann árétt­ar einnig að öll skjöl hafi verið í lagi og því ekk­ert óeðli­legt á ferð. „Þetta eru bara hryðju­verka­menn,“ seg­ir Kristján sem er harðorður í garð hafn­ar­yf­ir­valda í Rotter­dam „Það geta bara all­ir vaðið þarna upp. Og hefðu þess vegna getað sprengt upp skipið.“

Kristján seg­ist ekki viss um hvað ger­ist næst en ótt­ast að Hol­lend­ing­ar hafi beygt sig fyr­ir grænfriðung­um. Hann seg­ir að kjötið verði flutt aft­ur til Íslands og flutt aðra leið til Jap­ans ef ein­hverj­ar taf­ir verða í Hollandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert