Flytur páskakveðju á íslensku

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters

Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup kaþólsku kirkjunnar vekur athygli á því að Benedikt páfi XVI mun við messu á morgun, páskadag, óska öllum Íslendingum gleðilegra páska á íslensku. Undanfarin tvenn jól hefur hann óskað gleðilegra jóla á íslensku.

Messan í Róm hefst klukkan 12, eða 10 að íslenskum tíma.

Þegar Pétur biskup kvaddi páfa í Róm í síðustu viku bað Benedikt páfi fyrir sérstaka kveðju til allra Íslendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert