Ráðgjöf Hafró stendur

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Okk­ar ráðgjöf frá því í fyrra stend­ur al­gjör­lega þangað til við höf­um farið yfir nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem út­tekt á þessu vori bygg­ist á. Þannig að við ger­um ekki ráð fyr­ir að end­ur­skoða okk­ar ráðgjöf núna á þessu stigi,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

Í grein eft­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra, sem birt­ist í Frétta­blaðinu á skír­dag, seg­ir hún skort á afla­heim­ild­um í sum­ar vera áhyggju­efni og að skoða ætti hvort hægt væri að auka afla­heim­ild­ir tíma­bundið til að kljást við þann vanda inn­an for­svar­an­legra marka. Eins og fram hef­ur komið er kvóti víða í byggðum að klár­ast en þá tek­ur við nokk­urra mánaða at­vinnu­leysi hjá mörgu fisk­verka­fólki.

Að sögn Jó­hanns hefst senn ár­leg út­tekt Hafró á ástandi fiski­stofn­anna, en hún bygg­ist m.a. á ný­leg­um stofn­mæl­ing­um botn­fiska, svo­kölluðu tog­ar­aralli, net­aralli á hrygn­inga­slóð sem fram fer eft­ir páska sem og grein­ingu á gögn­um um afla­brögð á þessu og síðasta ári. Ný út­tekt og ráðgjöf Hafró verður síðan kynnt inn­an tveggja mánaða. „Og mun þá miðast við það fisk­veiðiár sem hefst 1. sept­em­ber nk.“

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert