Skipulag við Þjórsá auglýst aftur

Urriðafoss í Þjórsá.
Urriðafoss í Þjórsá. mbl.is

Hreppsnefnd Flóahrepps hefur fengið grænt ljós hjá Skipulagsstofnun um að auglýsa aðalskipulag fyrir fyrrum Villingaholtshrepp. Skipulagið gerir sem fyrr ráð fyrir Urriðafossvirkjun.

Skipulagsferlið var komið til enda þegar umhverfisráðherra neitaði að   staðfesta virkjunarhluta þess á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt Flóahreppi kostnað við skipulagsvinnuna. Raunar hafði féð þá verið endurgreitt.

Sú tillaga sem auglýst verður eftir páska er efnislega samhljóða fyrri skipulagstillögu. Gefinn verður sex vikna frestur til athugasemda. Athugasemdir sem gerðar voru í fyrri umferð gilda ekki.

Hreppsnefndin undirbýr samhliða málshöfðun á hendur umhverfisráðherra til ógildingar ákvörðunar hennar. Þá er til athugunar hvort sveitarfélagið geti átt kröfur á ráðuneytið vegna kostnaðar. Aðalsteinn Sveinsson oddviti segir að óskað hafi verið eftir flýtimeðferð dómsmálsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert