Störfum innan ramma laganna

Adolf Guðmundsson.
Adolf Guðmundsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Við störf­um inn­an ramma lag­anna. Lög­in heim­ila leigu á kvóta og það er heim­ilt að selja afla­hlut­deild,“ seg­ir Ad­olf Guðmunds­son um gagn­rýni sem fram hef­ur komið á brask út­vegs­manna með kvót­ann, meðal ann­ars í máli Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir viku.

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagðist enga samúð hafa með því hvernig út­gerðar­menn hefðu braskað með kvót­ann og stundað glæfra­spil með fjár­muni úr sjáv­ar­út­veg­in­um í óskyld­um grein­um. Þeir standi nú uppi stór­skuldug­ir.

„Ég reikna með að átt sé við það að menn fái mik­il verðmæti þegar þeir selja fyr­ir­tæki sín eða hluta­bréf og fara út úr at­vinnu­grein­inni. Það er ekk­ert öðru­vísi í þess­ari grein en öðrum að menn selja fyr­ir­tæk­in sín, af mis­mun­andi ástæðum. Ekki má gleyma því að þeir hafa greitt mikla skatta til rík­is­ins af sölu­hagnaði. “

Þá velt­ir hann því fyr­ir sér af hverju sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki megi ekki fjár­festa í öðrum at­vinnu­grein­um. „Menn eru að varðveita fjár­muni sína og fara í þá fjár­fest­ing­ar­kosti sem þeir telja besta. Ein­hverj­ir hafa gengið of langt og tekið of mikla áhættu. Þeir sitja uppi með skuld­ir og þurfa að bera ábyrgð á af­leiðing­um þess.“

Ad­olf seg­ir að skuld­ir sjáv­ar­út­vegs­ins hafi tvö­fald­ast við geng­is­fall ís­lensku krón­unn­ar. Skuld­ir sjáv­ar­út­vegs­ins eru að hans mati ekki hátt hlut­fall skulda at­vinnu­lífs­ins í heild og vís­ar hann þar til op­in­berra gagna. „Við erum bet­ur sett­ir að því leyti að við erum að selja afurðir okk­ar í er­lend­um gjald­miðlum og staða krón­unn­ar hef­ur hjálpað okk­ur að standa í skil­um með skuld­bind­ing­ar okk­ar,“ seg­ir Ad­olf.

Ýtar­legt viðtal við Ad­olf er í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka