Þúsund manns við eldstöðina

Talsverður fjöldi göngufólks er nú við gosstöðvarnar á FImmvörðuhálsi.
Talsverður fjöldi göngufólks er nú við gosstöðvarnar á FImmvörðuhálsi. mbl.is/hag

Um 300 jeppar hafa í dag farið upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Reikna má með að þar hafi verið þúsund manns í dag og stór hluti þeirra er enn á staðnum að fylgjast með gosinu í kvöld. Tuttugu gengu upp frá Skógum. Þá eru ótaldir þeir sem gengu frá Básum.

Lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir hafa eftirlit með umferð bíla og fólks að gosstöðvunum. Ekki hafa orðið slys á fólki í dag, samkvæmt upplýsingum lögreglu. 

Nokkrum bílum sem ekki voru taldir nógu öflugir í keyrslu yfir jökulinn var vísað frá. Það sama á við fólk sem hugðist ganga upp frá Skógum.

Þá er stöðugur straumur bíla inn Fljótshlíð og í Þórsmörk.

Mikið ævintýri er að komast í návígi við eldstöðina.
Mikið ævintýri er að komast í návígi við eldstöðina. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert