Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur skorað á heilbrigðisráðherra að leita leiða til að nýta áfram starfskrafta Hannesar Sigmarssonar, fyrrverandi yfirlæknis heilsugæslunnar á Eskifirði. Ályktunin var samþykkt samhljóða á fundi ráðsins 23. mars sl.
Ályktunin er svohljóðandi: „Heilsugæsla á Eskifirði var með ágætum í hans tíð og íbúar hafa verið sáttir við hana. Ítrekaðar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós tilefni til ákæru vegna starfa Hannesar í heilsugæslu Fjarðabyggðar. Bæjarráð telur að starfsmannamál beri að leysa eftir þeim leiðum sem lög og kjarasamningar gera ráð fyrir. Minnt er á að góð heilsugæsla er einn grundvallarþátturinn í velferð og öryggiskennd íbúa.
Frétt á fréttavefnum Austurglugganum.