Björgunarsveitir á niðurleið

Vel búnir björgunarsveitarmenn stóðu vaktina við lokunina á Morinsheiði. Þar …
Vel búnir björgunarsveitarmenn stóðu vaktina við lokunina á Morinsheiði. Þar fer veður nú mjög versnandi. mbl.is/hag

Eng­ir ferðamenn eru nú á ferli á Fimm­vörðuhálsi þar sem óveður geis­ar. Björg­un­ar­sveit­ar­menn eru nú á tveim­ur bíl­um á háls­in­um en ætla að fikra sig niður til að kanna göngu­leiðina. Sett­ir verða upp póst­ar við göngu­leiðina frá Skóg­um og á Sól­heima­jökli til að tryggja að fólk fari ekki upp í óveðrið.

Veður er nú að versna á Fimm­vörðuhálsi, vind­ur fer vax­andi og skyggni að versna.

Einn bresk­ur ferðamaður dvel­ur í góðu yf­ir­læti í skála Útivist­ar á Fimm­vörðuhálsi. Hann er vel bú­inn og væs­ir ekki um hann, að sögn stjórn­stöðvar Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar á Hellu. Bret­inn ætl­ar að ganga niður á morg­un þegar veður hef­ur batnað. 

Í Þórs­mörk eru einnig björg­un­ar­sveit­ar­menn við eft­ir­lit.  Nú í morg­un voru alls um 15 björg­un­ar­sveit­ar­menn við eft­ir­lit við gosstöðvarn­ar og í stjórn­stöð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert