Flestir ánægðir með störf Rögnu

Ragna Árnadóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Ragna Árnadóttir og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Flestir eru ánægðir með störf Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Næstflestir voru ánægðir með störf Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra en rúmlega helmingur þátttakenda sagðist óánægður með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Um 65% sögðust ánægðir með störf Rögnu og er það 16 prósentum meira en sögðust ánægðir með störf hennar í samskonar könnun í september.  49% sögðust ánægð með störf Gylfa. 44%  sögðust ánægð með störf Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra og 41% sögðust ánægð með störf Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra.

Rúmlega 27% sögðust ánægð með störf  Jóhönnu Sigurðardóttur en um 56% aðspurðra sögðust óánægð með störf hennar. Tæplega 25% sögðust ánægð með störf Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að minnst ánægja er með störf Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra og Kristjáns L. Möller samgönguráðherra. Um og undir 14% segjast ánægð með þeirra störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka