Hollenskur ferðamaður, karl á miðjum aldri, leitaði ásjár hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í morgun. Hann hafði tapað vegabréfi sínu og reiðufé, evrum að andvirði um 200 þúsund krónur, á næturröltinu.
Maðurinn hafði lagt leið sína um Laugardalinn og endaði á Sportbarnum í miðborginni. Hann taldi sig hafa týnt vegabréfinu og peningunum frekar en að því hafi verið stolið.
Skilvísir finnendur eru vinsamlegast beðnir um að koma vegabréfinu og peningunum á lögreglustöðina við Hverfisgötu.