Þreifingar í gangi í læknadeilu

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/ÞÖK

Þreif­ing­ar hafa verið í gangi í dag á milli full­trúa al­mennra lækna og stjórn­enda Land­spít­al­ans. Á sjötta tug al­mennra lækna hættu störf­um 1. apríl sl. vegna óánægju með nýtt vaktapl­an þar sem þeir töldu það ekki stand­ast ákvæði vinnu­lög­gjaf­ar­inn­ar um há­marks­vinnu­tíma.

Í sam­tali við mbl.is sagði Gunn­ar Thor­ar­en­sen, stjórn­ar­maður í Fé­lagi al­mennra lækna (FAL) og talsmaður fé­lags­ins í yf­ir­stand­andi deilu, of snemmt að segja til um hvort lík­legt væri að deil­an myndi leys­ast í dag.

Sagði hann fé­lagið hafa fengið form­legt svar við sátta­til­boði því sem lagt var fram sl. miðviku­dag og m.a. fól í sér að inn­leiðingu nýja vaktaplans­ins yrði frestað á meðan deiluaðila semdu nýtt vaktapl­an sem mætti bæði mark­miðum spít­al­ans og virti lög um há­marks­vinnu­tíma.

„Við höf­um fengið viðbrögð og það hafa gengið til­boð eða hug­mynd­ir milli manna,“ sagði Gunn­ar og tók fram að þreif­ing­arn­ar væru á viðkvæmu stigi og því lítið meira að segja um þær á nú­ver­andi tíma­punkti. 

Á Land­spít­al­an­um starfa alls á fimmta hundrað lækn­ar. Yfir páska­helg­ina hef­ur bráðaþjón­ustu aðallega verið sinnt en eft­ir helgi hefst ýmis önn­ur starf­semi að nýju, s.s. rann­sókn­ir, skurðaðgerðir og ýmis kon­ar meðferðir. Verði deil­an um nýja vaktaplanið ekki leyst á þeim tíma­punkti má ljóst vera að  vinnu­álag mun aukast mikið á þeim lækn­um sem eft­ir eru og mögu­legt er að fresta gæti þurft þeim aðgerðum og inn­lögn­um sem hægt er að fresta.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert