Nú er verið að opna Siglufjarðarveg þar sem snjóflóð féll í gærkvöldi. Verið er að moka norður í Árneshrepp. Vegir eru auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa en á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka, einkum á norðanverðum fjörðunum. Hrafnseyrarheiði er ófær.
Á Norðurlandi vestra er víða nokkur hálka. Vegir eru hins vegar víða auðir á Norðurlandi eystra eða aðeins með hálkublettum.
Á Austurlandi er víða snjóþekja eða hálkublettir. Breiðdalsheiði er þó ófær.