Eldgosið í svipuðum farvegi

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi virðist vera svipað og undanfarna daga. Vont …
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi virðist vera svipað og undanfarna daga. Vont veður er nú á gosstaðnum. Ragnar Axelsson

Edgosið á Fimmvörðuhálsi er með svipuðum hætti og verið hefur að því er mælitæki Veðurstofunnar gefa til kynna. Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur sagði að smáskjálftar hafi verið á svæðinu, flestir undir austanverðum Eyjafjallajökli þar sem jöklavirkni hefur verið mest undanfarna mánuði. 

Talið er að hraunkvikan komi upp úr möttli jarðar þar sem skjálftavirkninnar gætir mest. Í morgun varð lítill jarðskjálfti við Krossárjökul austan við gosstöðvarnar og annar sem virtist eiga upptök mjög nærri gosstaðnum. Smáskjálftar sem þessir verða oft.

Gosórói á Fimmvörðuhálsi er mjög svipaður og verið hefur. Nokkuð hefur borið á lágtíðinihviðum sem talið er að fylgi því þegar hraun fer yfir snjó eða ís sem þá bráðnar og sýður með látum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert