Hækka má hámarkshraða á einstaka vegum upp í allt að 110 km á klst. Þetta er meðal tillagna í frumvarpi samgönguráðherra til nýrra umferðarlaga sem lagt hefur verið fyrir Alþingi.
Í frumvarpinu er einnig lagt til að læknar skuli gera trúnaðarlækni Umferðarstofu tafarlaust grein fyrir ef handhafi ökuréttinda fullnægir ekki þeim skilyrðum sem til hans eru gerð, hvað varðar andlega og líkamlega færni.
„Ég er ósammála hugmyndum um hærri hámarkshraða. Síðustu ár hefur náðst góður árangur við að draga úr hraða úti á vegunum, sem hefur fækkað slysum. Vegir á Íslandi bera ekki mikinn hraða,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Hann segir margt í frumvarpinu óskýrt og framkvæmdin verði ekki auðveld.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.