Landfestar skips slitnuðu

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/GSH

Landfestar uppsjávarskipsins Álseyjar VE slitnuðu í morgun þar sem skipið lá í Vestmannaeyjahöfn. Ekki var þó talin hætta á ferðum.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, sem á og rekur Álsey, segir enga hættu hafa verið á ferðinni. Einn spotti hafi slitnað en menn voru fljótir til og festu skipið aftur. 

Fram kemur á vefnum Eyjafréttum, að mikið rok hafi verið í Eyjum í morgun. Klukkan 7  mældist meðalvindhraði 30 metrar á sekúndu og í nótt fór vindhraði í 37 m/s í hviðum.  Heldur hefur þó lægt með morgninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert