Leit hefur ekki borið árangur

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ.

Leit að tveim kon­um og karli á Honda jepp­lingi hef­ur ekki enn borið ár­ang­ur, að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli. Leitað er að fólk­inu á svæðinu inn af Fljóts­hlíð og er búið að skoða svæðið, þar sem bíll­inn gæti verið, að miklu leyti. Leitað er úr þyrlu og fimm bíl­um.

Tald­ar eru lík­ur á að fólkið geti hafa náð til byggða án þess að láta vita af sér. Um er að ræða karl og tvær kon­ur á dökk­blá­um Honda CRV jepp­lingi af ár­gerð 1999. Skrán­ing­ar­núm­er bíls­ins er R 532.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um fólkið eru beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una á Hvols­velli í síma 488 4110.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert