Leit hefur ekki borið árangur

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ.

Leit að tveim konum og karli á Honda jepplingi hefur ekki enn borið árangur, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Leitað er að fólkinu á svæðinu inn af Fljótshlíð og er búið að skoða svæðið, þar sem bíllinn gæti verið, að miklu leyti. Leitað er úr þyrlu og fimm bílum.

Taldar eru líkur á að fólkið geti hafa náð til byggða án þess að láta vita af sér. Um er að ræða karl og tvær konur á dökkbláum Honda CRV jepplingi af árgerð 1999. Skráningarnúmer bílsins er R 532.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um fólkið eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert