Leitað að þremur

Lögreglan.
Lögreglan.

Leit er hafin að að dökkbláum Honda CRV árg. 1999 með einkanúmerið R 532. Í bílnum voru karl fæddur 1955 og tvær konur fæddar 1967 og 1977. Ökumaðurinn bað um aðstoð upp úr klukkan tvö í fyrrinótt. Hann var villtur en taldi sig vera innan við Fljótshlíð. Númerisplötu vantar líklega framan á bílinn.

Uppfært kl. 9.07

Nú eru þrír björgunarsveitarbílar og lögreglubíll við leit á svæðinu. Tveir bílanna eru frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og einn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.  Ekkert hefur enn spurst til fólksins en það er íslenskt.

Lögreglan hefur upplýsingar um að um klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudag var bílinn kominn á aurana innan við Tröllagjá, sem er innan við Gilsá og á leiðinni að Einhyrningi.

Þá gerðu lögregla og björgunasveitir fimm tíma leit á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var ökumaðurinn í símasambandi við hana alla nóttina en var rammvilltur. Hann taldi sig vera í Fljótshlíð og sá til eldgossins en engin önnur kennileiti. Mikil leit var gerð að bílnum um nóttina.

Um klukkan 6.30 í gærmorgun hringdi ökumaðurinn í lögregluna og afþakkaði aðstoð. Hann var þá búinn að losa bílinn og kvaðst vera kominn á einhvern slóða.

Ættingjar fólksins fóru síðan að grennslast fyrir um það um klukkan tvö í nótt.  Björgunarsveitir hafa verið við leit á svæðinu síðan en ekkert hefur komið fram um afdrif fólksins. Mögulegt er talið að það hafi komist til byggða án þess að láta vita af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert