Í það minnsta 29 verk Vegagerðarinnar sem sett voru á ís vegna efnahagshrunsins í október 2008 eru tilbúin til útboðs og bíða eftir að koma til framkvæmda.
Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar hefur þegar verið ráðist í nokkur verkanna en önnur bíða ákvörðunar í nýrri samgönguáætlun, sem nær til ársins 2012. Viðræður við lífeyrissjóðina vegna sjálfbærra vegaframkvæmda eru aðskildar og halda áfram í vikunni.
Stutt er í að niðurstaða fáist í viðræður fulltrúa Flugstoða og samgönguráðuneytis við Reykjavíkurborg um stærð og skipulag lóðar fyrir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll.