Veggjöld innheimt við mannlaus gjaldhlið

Sólarhringsvakt er í gjaldhliðinu við Hvalfjarðargöng.
Sólarhringsvakt er í gjaldhliðinu við Hvalfjarðargöng. Árni Sæberg

Viðræður við lífeyrissjóðina um fjármögnun nýrra samgöngumannvirkja til og frá höfuðborginni og endurgreiðslu með veggjöldum halda áfram í vikunni.

Náist saman veltur upphæð veggjaldsins m.a. á kröfum sjóðanna til vaxta af lánum. Þó er gengið út frá að gjaldið yrði um 200 krónur fyrir fólksbíl, og að innheimtan fari fram við mannlaus gjaldhlið.

Veggjöldin verða ekki tekin upp fyrr en í fyrsta lagi árið 2014 eða 2015 og því nægur tími til að útfæra innheimtukerfi þeirra þó gera megi ráð fyrir sérstökum veglyklum í bílum, eins og vegna Hvalfjarðarganga.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert