Vilja fund um fyrirhugaða áminningu

Húsnæði Sjúkratrygginga Íslands.
Húsnæði Sjúkratrygginga Íslands.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur farið fram á fund í heilbrigðisnefnd Alþingis fyrir hönd fulltrúa flokksins í nefndinni. Segir Guðlaugur að ástæðan sé fyrirætlun heilbrigðisráðherra um að áminna forstjóra Sjúkratryggingastofnunar.

Óskar Guðlaugur eftir því að auk ráðherra verði ráðuneytisstjóri, forstöðumaður lögfræðisviðs heilbrigðisráðuneytisins, Vilborg Þ. Hauksdóttur, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, ríkisendurskoðandi, stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands og forstjóri kölluð fyrir nefndina.

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga, bréf í mars þar sem honum var tilkynnt að ráðgert væri að áminna hann fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna, einkum brot gegn góðum starfsháttum og þeirri skyldu til hollustu og trúnaðar.

Tilefnið var að Steingrímur Ari leitaði til ríkisendurskoðanda og óskaði eftir afstöðu hans til reglugerðar sem ráðherrann setti um þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttingakostnaði vegna alvarlegra fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert