Bréfið byggðist á „misskilningi“

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar

Álf­heiður Inga­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir að bréf rík­is­end­ur­skoðanda bygg­ist á mis­skiln­ingi. Hún geri ekki at­huga­semd­ir við að stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins leiti eft­ir ráðgjöf rík­is­end­ur­skoðanda, en þeim beri hins veg­ar fyrst að leita til ráðherra áður en þær leiti til hans.

Rík­is­end­ur­skoðandi sendi í gær for­seta Alþing­is bréf þar sem hann seg­ist gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við áform heil­brigðisráðherra að áminna for­stjóra Sjúkra­trygg­inga Íslands fyr­ir að hafa leitað ráða hjá rík­is­end­ur­skoðanda.

Álf­heiður svaraði bréfi rík­is­end­ur­skoðanda í morg­un, en í því seg­ir: „Það er lang­ur veg­ur frá að heil­brigðisráðuneyti eða und­ir­ritaður ráðherra hafi nokkuð við það að at­huga að stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins leiti eft­ir ráðgjöf frá rík­is­end­ur­skoðun eða að embættið af­greiði er­indi sem því ber­ast.

Í bréfi mínu til for­stjóra SÍ dags. 31. mars s.l. kem­ur enda skýrt fram að at­hug­semd­irn­ar lúta ekki að fram­an­greindu atriði, held­ur eins og seg­ir orðrétt í bréf­inu: 

„Ég tel að þér hafi borið að leita fyrst til ráðuneyt­is eða ráðherra ef þú tald­ir fyrr­greindri reglu­gerð ábóta­vant að ein­hverju leyti."   

Í bréfi þínu gæt­ir því mis­skiln­ings hvað varðar til­efni bréfs míns til for­stjór­ans. Bréfið byggðist á „mis­skiln­ingi“, “seg­ir Álf­heiður í svar­bréfi sínu til rík­is­end­ur­skoðanda.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust úr heil­brigðisráðuneyt­inu að Álf­heiður vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Í bréf­inu sem Álf­heiður sendi for­stjóra Sjúkra­trygg­inga 31. mars seg­ir orðrétt: „Ég tel að þér hafi borið að leita fyrst til ráðuneyt­is eða ráðherra ef þú tald­ir fyrr­greindri reglu­gerð ábóta­vant að ein­hverju leyti. Með því að leita ekki beint til ráðuneyt­is­ins haf­ir þú brotið gegn góðum starfs­hátt­um og holl­ustu- og trúnaðarskyld­um þínum og hafi það haft í för með sér trúnaðarbrest milli þín og ráðherra.“

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga hef­ur frest til 13. apríl til að gera at­huga­semd­ir við bréf ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert