Dýr soðning

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur dæmt skip­stjóra í Vest­manna­eyj­um til að greiða 600 þúsund krón­ur í sekt fyr­ir að taka 243 kíló af slitn­um humri og 20 kíló af slægðum skötu­sel fram­hjá vigt. Skip­stjór­inn sagði að hann og áhöfn­in hefðu ætlað að hafa þenn­an fisk í soðið.

Fiskik­ar með humri og skötu­sel var sett í bíl þegar bát­ur­inn Gæfa VE 11 kom úr veiðiferð í  júní árið 2008. Eft­ir­lits­menn Fiski­stofu leituðu eft­ir aðstoð lög­regl­unn­ar og við skoðun í bíln­um kom í ljós að í hon­um var 600 lítra kar með slitn­um humri og ofan á þeim afla voru nokkr­ir skötu­sel­ir. Reynd­ist humar­inn vera 243 kíló og skötu­sel­ur­inn 20 kíló.

Skip­stjór­inn viður­kenndi, að þessi afli hefði ekki farið á vigt­ina. Í fram­haldi af þessu var leitað í veiðarfæra­geymslu út­gerðar skips­ins og reynd­ust þar vera þrjár frysti­kist­ur full­ar af humar­höl­um, sam­tal 256 kíló. Viður­kenndi skip­stjór­inn að þessi afli hefði ekki held­ur farið á hafn­ar­vog­ina. 

Skip­stjór­inn sagðist ekki hafa brotið nein lög held­ur hefðu hann og áhöfn hans nýtt sér þann rétt að taka með sér í soðið. Sagði hann, að  þetta hefði verið um­framafli sem hann hefði ella orðið að henda. Ekki væri venja að vigta slík­an afla. Þá hefði humar­inn, sem var í frystigeymsl­unni, verið meðafli, sem hefði feng­ist í 15-20 veiðiferðum á fiskitrolli en ekki skráður í fiski­dag­bók.

Dóm­kvadd­ur matsmaður bar fyr­ir dómi, að það væri venju­helgaður rétt­ur áhafna fiski­báta og –skipa við Ísland að taka hluta afl­ans frá í soðið. Sá afli væri hvorki veg­inn né skráður í bæk­ur skip­anna þótt ótví­rætt væri, að lög mæltu fyr­ir um slíkt.

Í niður­stöðu dóms­ins verði talið, að þótt það geti helg­ast af langri venju að áhafn­ir fiski­skipa geti tekið sér hluta afl­ans til eig­in nota sé ljóst, að magn það af slitn­um humri og slægðum skötu­sel sem skip­stjór­inn tók fram hjá vigt hafi verið langt um­fram það sem hæfi­legt geti tal­ist. Var skip­stjór­inn því fund­inn sek­ur um brot gegn lög­um um stjórn fisk­veiða. Útgerðarfé­lag báts­ins var hins veg­ar sýknað af ákæru fyr­ir að hafa hagn­ast á öllu sam­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert