Eldsneytisverð lækkar á ný

Skeljungur og Olís hafa lækkað verð á eldsneyti á ný eftir að hafa hækkað bensínlítrann um 4 krónur og dísilolíuna um 3 krónur lítrann í gær. N1 breytti ekki verðinu hjá sér og nú hefur öll hækkunin gengið til baka hjá Skeljungi en Olís hefur lækkað bensínið um 3 krónur.

Á sama tíma var N1 raunar að hækka bensínverð um 3,80 krónur lítrann, að sögn forstjóra félagsins.

Lægsta eldsneytisverðið er nú að finna hjá Orkunni við Skemmuveg í Kópavogi en þar kostar bensínlítrinn 201,80 krónur og dísilolían 201,20. Á stöðvum Atlantsolíu við sömu götu kostar eldsneytislítrinn 0,20 krónum meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert