Flytja lambakjöt til Gvadelúp

Búið er að semja um sölu á íslensku lambakjöt til Gvadelúp, sem er eyjaklasi í Vestur-Indíum.

Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri hjá Norðlenska á Akureyri, segir að verðið á kjötinu sé þokkalegt og hann telur ekki útilokað að þarna komist á viðskiptasamband til framtíðar.

Sendur verður einn gámur til að byrja með af heilum skrokkum og er hugsanlegt að annar gámur verði einnig sendur í kjölfarið. Þessi viðskipti áttu sér stað fyrir milligöngu aðila frá Englandi sem Norðlenska hefur átt viðskipti við.

Sjá nánar um sölu lambakjöts til fjarlægra landa í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert