Gjaldkeri dró sér fé

Garðabær.
Garðabær.

Gjald­keri Starfs­manna­fé­lags Garðabæj­ar hef­ur sagt af sér eft­ir að hann varð upp­vís að því að hafa dregið sér 8 millj­ón­ir króna frá ár­inu 2008, að því er kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Hann hef­ur end­ur­greitt féð.

Vísað var í bréf frá for­manni fé­lags­ins til fé­lags­manna þar sem fram kom að gjald­ker­inn hafi notað greiðslu­kort fé­lags­ins til að greiða per­sónu­leg út­gjöld sín. Ekki sé talið að um ásetn­ing hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert