Rannsókn á tildrögum þess að karl og kona urðu úti norðan Mýrdalsjökuls er á frumstigi, að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli. Eftir er að taka lögregluskýrslu af konunni sem komst af. Sveinn reiknaði með að það yrði gert í dag.
Lögreglan á Hvolsvelli vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við rannsóknadeild lögreglunnar á Selfossi. Sveinn sagði að farið yrði í saumana á þessu máli, líkt og öllum öðrum málum, hvað varðar verklag lögreglunnar og aðra þætti málsins.