Vísindamenn á tánum

Hraunstraumur úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi.
Hraunstraumur úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. RAX/Ragnar Axelsson

„Ég á ekki von á því að kvikan komi þarna upp úr en þegar þetta stór skjálfti kemur er full ástæða til að fylgjast vel með næstu daga,“ segir Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur og verkefnisstjóri jarðváreftirlits hjá Veðurstofu Íslands.

Hún var spurð að því hvort stór jarðskjálfti sem varð undir Eyjafjallajökli í gær gæti bent til goss undir jökli.

Jarðskjálftinn varð klukkan rúmlega hálffjögur í gær, 3,7 stig að stærð. Hann mældist grunnt undir austanverðum Eyjafjallajökli, á þeim stað sem flestir jarðskjálftarnir hafa orðið undanfarna mánuði.

Ekki hefur orðið vart við breytingar á eldgosinu enda hefur verið dimmt yfir og erfitt að sjá til gossins. Fylgst er með ám sem eiga upptök sín á gossvæðinu og í gærkvöldi voru engar vísbendingar um breytingar á þeim.

Sjá nánari umfjöllun um eldgosið og mál því tengdu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert