Færanlegt forvarnarhús

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði eldri ökumönnum geta reynst holt …
Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði eldri ökumönnum geta reynst holt að rifja upp kunnáttu sína.

Sjóvá af­henti í dag For­varna­húsi svo­kallað fær­an­legt for­varna­hús, en um er að ræða sér­inn­réttaðan vöru­flutn­inga­bíl með tengi­vagni sem hef­ur að geyma búnað og aðstöðu til öku­kennslu. Ætl­un­in er að fara með bíl­inn um landið og bjóða öku­nám.

Við þetta tæki­færi skrifuðu full­trú­ar For­varna­húss og Öku­kenn­ara­fé­lags Íslands und­ir sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um að taka hönd­um sam­an um að bjóða uppá öku­kennslu í sam­ræmi við nýja reglu­gerð um öku­nám sem tók gildi um ára­mót og kveður meðal ann­ars á um að öku­nem­ar æfi sig í áhættu­varna­akstri.

Kristján L. Möller, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, flutti þá ávarp og sagði mik­il­vægt að öku­nem­ar væru alltaf sem best bún­ir und­ir raun­veru­leik­ann er þeir héldu út í um­ferðina. Búnaður­inn gæfi mik­il­vægt tæki­færi til end­ur­mennt­un­ar öku­manna. Það gæti enda reynst eldri öku­mönn­um gagn­legt að rifja upp kunn­áttu sína sem öku­menn á nám­skeiði hjá For­varna­húsi.

Helgi Bjarna­son, aðstoðarfor­stjóri Sjóvár, af­henti for­stöðumönn­un­um Her­dísi Storga­ard og Ein­ari Guðmunds­syni fær­an­lega for­varna­húsið sem gest­ir skoðuðu síðan.

Með fær­an­legu for­varna­húsi verður unnt að bjóða nám­skeiðahald um landið allt og þannig munu öku­nem­ar hvarvetna um landið sitja við sama borð. Búnaður for­vara­bíls­ins er hinn sami og finna má í For­varna­hús­inu í Reykja­vík og þar er einnig kennsluaðstaða. Bíll­inn get­ur flutt bíl og skrikvagn og velti­bíll­inn, þar sem menn geta upp­lifa hvernig bíl­belti bjarga, er í tengi­vagni með bíln­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert