Gleðst yfir framtakssemi skilanefndar Glitnis banka

Yfirgnæfandi líkur eru taldar á fleiri stefnum skilanefnda föllnu bankanna á hendur fyrri eigendum og jafnvel starfsmönnum þeirra, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Málin kunna að vera áþekk stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sex einstaklingum. Formaður viðskiptanefndar Alþingis gleðst yfir framtakssemi skilanefndarinnar.

Stutt er síðan skilanefnd Glitnis var kölluð á fund efnahags- og skattanefndar Alþingis – og reyndar viðskiptanefndar einnig. Nefndirnar lýstu þá meðal annars yfir áhyggjum sínum, að ekki væri búið að kæra neina.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, segir sérstakt rannsóknarteymi Deloitte í Lundúnum fara yfir vinnubrögð og viðskipti innan bankans fyrir hrun. Þeirri vinnu sé ekki lokið en stöðufundur verður haldinn í næstu viku og hugsanlega upplýsist þá hvernig þeirri vinnu miðar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort stefnur verði gefnar út.

Sjá ítarlega umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert