Indriði H. Þorláksson hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður
fjármálaráðherra en mun áfram starfa í fjármálaráðuneytinu að sérverkefnum. Við
starfi hans tekur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðjúnkt við hug- og
félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
Huginn hefur áður starfað fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð með hléum frá 2001. Hann var aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í Icesave-nefndinni á síðasta ári.
Huginn er með M.A. gráðu í vísindaheimspeki frá Bristol háskóla í Bretlandi og hefur lagt stund á doktrosnám við sama skóla frá 2006.