Lögregla rannsaki akstur Top Gear

Top Gear menn óku upp á nýrunnið hraunið á bíl …
Top Gear menn óku upp á nýrunnið hraunið á bíl með vatnskældum dekkjum. Samt kviknaði í einu dekkinu. Allt fór þó vel. mbl.is/RAX

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir því við sýslumannin á Hvolsvelli að hann rannsaki hvort stjórnendur breska bílasjónvarpsþáttarins Top Gear hafi brotið lög með akstri utan vega á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi.

Umhverfisstofnun segir á heimasíðu sinni, að bannað sé að aka utan vega og  mikilvægt sé að fólk gangi vel um gossvæðið á ferðum sínum um það. Með vorinu fari frost úr jörðu á svæðinu og sé jarðvegur mjög viðkvæmur fyrir umferð. Umhverfisstofnun bendir þó á, að heimilt sé að aka utan vega á frosinni jörð sem sé snævi þakin svo og á jöklum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert