Mál gegn mótmælendum tekið fyrir

Nokkrir af sakborningunum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á þessu ári.
Nokkrir af sakborningunum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á þessu ári.

Mál ákæruvaldsins gegn 9 einstaklingum, sem ákærðir eru fyrir brot gegn Alþingi og valdstjórninni verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en málið var þingfest í mars.

Fólkið var ákært fyrir að hafa ruðst inn í Alþingishúsið í desember 2008 meðan á þingfundi stóð. Nokkrir slösuðust í átökum sem brutust út í kjölfarið. Sakborningar eru ákærðir fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu, og húsbrot. Refsing við broti gegn Alþingi er fangelsi ekki skemur en eitt ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.

Ákæra á hendur mómælendunum var afturkölluð í janúar þegar í ljós kom að meðal brotaþola er þingvörður sem er hálfsystir eiginkonu Valtýs Sigurðssonar, ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari sagðist telja sig vanhæfan til frekari meðferðar málsins. Dómsmálaráðherra skipaði Láru V. Júlíusdóttur ríkissaksóknara í málinu og gaf hún út nýja ákæru í mars. 

Þrír sakborninganna hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem segir m.a. að ákæran yfir þekm kristalli hatur og ótta yfirvalda í garð óhlýðni og afskipta. Hún sé leið niðurlægðra valdastofnana til að klóra í bakkanna og halda reisn sinni.

„Verðum við fundin sek við lítil viðbrögð samfélagsins, þá er ekki bara búið að gefa tóninn, heldur er ægivaldið staðfest. En það er sama hvernig á málið er litið, niðurstaðan verður alltaf sú sama: Yfirvöld eru lúserar. Ósigur þeirra í þessu máli er óhjákvæmilegur," segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsing þremenninganna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert