Mótmæla áformum um veggjöld

Hveragerði.
Hveragerði. www.mats.is

Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega öllum áformum um innheimtu veggjalda á stofnbrautum út af höfuðborgarsvæðinu og segir þau ganga þvert á stefnu stjórnvalda um suðvestursvæðið sem eitt atvinnu- og búsetusvæði eins og kynnt hafi verið í stefnumörkun til framtíðar á vegum ríkisstjórnarinnar. 

Vegbætur á þessum umferðarþungu og hættulegu stofnæðum eru löngu tímabærar enda hafa loforð ítrekað verið gefin um framkvæmdir við þessar nauðsynlegu úrbætur.  Ef nú á að fara útí meiriháttar breytingar á fjármögnun vegakerfis landsmanna þá hljóta þær hinar sömu forsendur að gilda innan höfuðborgarsvæðisins jafnt sem út á landi.  Með innheimtu vegtolla á ákveðnum leiðum er verið að skekkja búsetuskilyrði á landinu með þeim hætti að ekki verður við unað," segir í ályktun, sem bæjarráðið samþykkti í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert