Skeyttu engu um lánareglur

Í stefnu skila­nefnd­ar Glitn­is á hend­ur fyrri eig­end­um og  starfs­mönn­um bank­ans, seg­ir meðal ann­ars, að þeir Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Pálmi Har­alds­son hafi í engu skeytt um lána­regl­ur bank­ans og viðhaft gróf­ar blekk­ing­ar um mik­il­væg atriði.

Í stefn­unni er þess kraf­ist að  Jón Ásgeir, Pálmi, Lár­us Weld­ing, fyrr­um for­stjóri Glitn­is og þrír aðrir starfs­menn bank­ans greiði skila­nefnd Glitn­is 6 millj­arða króna í skaðabæt­ur fyr­ir fjár­tjón, sem bank­inn hafi orðið fyr­ir þegar hann veitti fé­lag­inu FS38, sem var dótt­ur­fé­lag fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Fons, lán í júlí 2008. 

Í stefn­unni, sem er 32 blaðsíður að lengd, er farið yfir sam­skipti þeirra Jóns Ásgeirs og Pálma við starfs­menn Glitn­is í aðdrag­anda þess­ar­ar lán­veit­ing­ar. Er niðurstaðan meðal ann­ars sú, að þeir Jón Ásgeir og Pálmi hafi, sem ráðandi hlut­haf­ar, mælt fyr­ir um það, að bank­inn lánaði Fons eða fé­lagi í eigu Fons fé, til að forða fé­lag­inu und­an inn­heimtuaðgerðum af hálfu bank­ans, færa skuld­bind­ing­ar Fons og Jóns Ásgeirs við bank­ann yfir á fé­lagið FS38, sem hafi verið ógjald­fært, og að færa þeim Jóni Ásgeiri og Pálma reiðufé frá bank­an­um án þess að þeir tækju á sig skuld­bind­ingu á móti.

Þessu hafi þeir Jón Ásgeir og Pálmi komið til leiðar með fyr­ir­mæl­um til Lárus­ar og fulltingi annarra starfs­manna, að rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu Fons væru sett­ar í lána­beiðni sem lögð var fyr­ir áhættu­nefnd­ar­fund. Þannig hafi þeir Jón Ásgeir og Pálmi haft frum­kvæði að, hvatt til og hlutast til um með bein­um hætti, í sam­ráði við aðra stefndu í mál­inu, að knýja fram lán­veit­ing­una til FS38 með fullri vitn­eskju um að það fé­lag­væri ógjald­fært og eigna­laust og að trygg­ing­ar fyr­ir end­ur­greiðslu láns til fé­lags­ins væru fjærri því að standa und­ir henni. 

Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er stefnt fyr­ir að valda Glitni tjóni með sak­næm­um og ólög­mæt­um hætti. Fyrr­ver­andi starfs­mönn­um bank­ans er stefnt fyr­ir að hafa valdið bank­an­um tjóni með hátt­semi sinni þar sem þeim hefði  sem reynd­um banka­mönn­um átt að vera ljóst að sú ákvörðun að lána ógjald­færu fé­lagi án full­nægj­andi veðtrygg­inga myndi leiða til fjár­tjóns fyr­ir bank­ann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert