Sviptingar í bensíninu

Friðrik Tryggvason

Svipt­ing­ar hafa verið í verðlagn­ingu á bens­íni og dísi­lol­íu á markaðnum hér heima síðustu daga. Fé­lög­in hafa hækkað og lækkað verðið á víxl.

Vegna hækk­ana á hrá­olíu­verði á heims­markaði yfir pásk­ana hækkaði Olís verð á bens­íni og olíu í fyrra­dag, bens­ínið hækkaði um fjór­ar krón­ur lítr­inn og fór í 212,90 kr. í sjálfsaf­greiðslu. Skelj­ung­ur fylgdi í kjöl­farið. N1, Atlantsol­ía og Ork­an biðu átekta. „Heims­markaðsverðið hef­ur verið á mik­illi sigl­ingu, ég vildi bíða og sjá hvort það myndi jafna sig,“ seg­ir Her­mann Guðmunds­son, for­stjóri N1, um þá ákvörðun að hækka ekki í fyrra­dag.

Það varð til þess að Skelj­ung­ur og Olís lækkuðu verðið aft­ur í gær. Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Skelj­ungs, seg­ir að fé­lagið sem er með hæsta verðið tapi viðskipt­um. Því verði að lækka verðið aft­ur, ef aðrir fylgja ekki í kjöl­farið. Þetta hafi gerst í gær. Nú er Skelj­ung­ur með lægsta verðið á þjón­ustu­stöðvun­um, 208,90 kr. í sjálfsaf­greiðslu, því skömmu eft­ir að Skelj­ung­ur lækkaði sitt verð hækkaði N1 upp í sama verð og Olís var þá komið í. Ein­ar Örn tek­ur fram að fullt til­efni hafi verið til að hækka verðið í fyrra­dag en heims­markaðsverðið hafi lækkað ör­lítið í gær. Ef sú þróun haldi áfram gæti út­sölu­verðið staðist.

Örar verðbreyt­ing­ar að und­an­förnu eru vænt­an­lega til marks um aukna sam­keppni á bens­ín­markaðnum. Viðskipti hafa minnkað og meiri bar­átta er um hvern viðskipta­vin en verið hef­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert