Ægir í verkefni við Senegal

Varðskipið Ægir verður í verkefnum fyrir ESB í sumar og …
Varðskipið Ægir verður í verkefnum fyrir ESB í sumar og fram á haust. Árni Sæberg

Varðskipið Ægir verður í verk­efn­um fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið í sum­ar og fram á haust við strend­ur Senegal og í Miðjarðar­haf­inu. Skipið hef­ur verið í slipp að und­an­förnu er verið er að gera það klárt í ferðina.

Hrafn­hild­ur Brynja Stef­áns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir að unnið hafi verið að því að mála skipið og setja ýms­an búnað um borð sem er nauðsyn­leg­ur við fyr­ir­hugað eft­ir­lit varðskips­ins í Suður Evr­ópu og við strend­ur Senegal.

Meg­in­hlut­verk skips­ins verður að gæta ytri landa­mæra Schengen-svæðis­ins frá maí fram í októ­ber en Ísland er aðili að Frontex, landa­mæra­eft­ir­lits Evr­ópu­sam­bands­ins, í gegn­um Schengen-sam­starfið.

Ægir legg­ur af stað í kring­um 20. apríl til Senegal, en fer síðan um mitt sum­ar í Miðjarðar­hafið og veriður við eft­ir­lit við Spán og síðan við Grikk­land. Hrafn­hild­ur sagði að 14 starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar yrðu í áhöfn Ægis. Hún sagði að þetta verk­efni skapaði Land­helg­is­gæsl­unni dýr­mæta reynslu. Það væri auk þess já­kvætt að í stað þess að hafa annað varðskipið bundið við bryggju væri hægt að finna verk­efni fyr­ir starfs­menn Gæsl­unn­ar. All­ur kostnaður við verk­efnið er greidd­ur af ESB.

Ægir mun fylgj­ast með um­ferð á hafi úti og skila upp­lýs­ing­um til stjórn­stöðvar sem staðsett verður í landi. Á meðal búnaðar sem sett­ur verður um borð í Ægi er m.a. kæl­ing á aðal­vél­ar og ljósa­vél­ar, annóðukerfi í sjók­ist­ur, loft­kæl­ing í íbúðir, næt­ur­sjón­auka­búnaður og fleira.

Einnig er stefnt að því að flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF SIF, verði leigð út í sum­ar, ásamt áhöfn­um til verk­efna fyr­ir Frontex.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka