Eignir auðmanna frystar

Skattrannsóknarstjóri hefur beðið um frystingu eigna tveggja auðmanna.
Skattrannsóknarstjóri hefur beðið um frystingu eigna tveggja auðmanna. mbl.is/Golli

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri, Stefán Skjald­ar­son hef­ur ákveðið að frysta eign­ir tveggja auðmanna, sem hafa verið til rann­sókn­ar. Fleiri beiðni um kyrr­setn­ingu eigna verða lagðar fram á næst­unni. Þetta kom fram í frétt­um Stöðvar 2.

Var haft eft­ir Stefáni að banka­reikn­ing­ar hefðu verið tæmd­ir „fyr­ir fram­an nefið á rík­inu". Menn hefðu ekki áttað sig á því hvað menn hefðu verið flink­ir í að skjóta und­an eign­um.

Var fyrsta beiðnin um kyrr­setn­ingu lögð fram í gær, önn­ur í dag og Stefán boðaði tugi slíkra mála á næstu vik­um, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2. Ekki kom fram um hvaða auðmenn er að ræða en haft var eft­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóra að út­rás­ar­vík­ing­ar kæmu þar við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert